Börn og fullorðnir mála piparkökur í safnaðarheimili kirkjunnar


Það var ys og þys í safnaðarheimili kirkjunnar í morgun, en þá voru börn
og foreldrar þeirra í óða önn að mála piparkökur með jólaívafi, sem
ætlunun er að hafa á boðstólum að viku liðinni – fyrsta sunnudag í aðventu – ásamt með öðru góðgæti,
en venja er að koma saman í
fjölskylduguðsþjónustu þann dag og halda síðan veislu á eftir.

Hafa valinkunn fyrirtæki hér í bæ komið að þessu hin síðari ár á ýmsan hátt, til að þetta mætti verða sem glæsilegast, stutt þennan part barnastarfsins með því að gefa tertur eða eitthvað annað við hæfi.

Hér koma nokkrar myndir.

Það var nóg um að vera í safnaðarheimilinu í morgun.

Og þétt setið.

Þá voru málaðar piparkökur, eins og heyrir til þeim árstíma sem brátt heilsar,

aðventu og jólum.

 

Bæði kyn lögðu sitt af mörkum.

Eins og hér má líka sjá.

Og Óli Andrés Agnarsson, 49 ára gamall, lét ekki sitt eftir liggja.

Einbeitingin leynir sér ekki.


Svo þurfti að safna kökunum saman til þornunar og geymslu.


Þær voru settar upp á þennan skenk.


Og hér er svo nærmynd af þessum listaverkum, sumum hverjum a.m.k.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is