Börn hjálpa börnum


Nýverið tók 5. bekkur Grunnskóla Fjallabyggðar þátt í söfnuninni „Börn hjálpa börnum“ á vegum ABC barnahjálpar. Nemendurnir gengu í hús í Fjallabyggð og söfnuðu 127.019 kr. Peningarnir munu renna til byggingar heimavistarskóla í Naírobi í Kenýa. Þakka nemendur 5. bekkjar öllum þeim sem tóku vel á móti þeim og studdu jafnframt gott málefni.

Þetta má lesa á heimasíðu Grunnskóla Fjallabyggðar.

Mynd: Grunnskóli Fjallabyggðar.
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is. / Grunnskóli Fjallabyggðar.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is