Bókasafnið í Ólafsfirði opnar á nýjum stað á mánudaginn kemur


?Bókasafnið í Ólafsfirði opnar á nýjum stað, Ólafsvegi 4 (gamla stjórnsýsluhúsinu), mánudaginn 18. ágúst næstkomandi. Við kveðjum Sigurhæðir með söknuði og óskum Dúkkusafninu velfarnaðar en það mun verða staðsett í gamla húsinu á Aðalgötu 15. Opnunartími bókasafnins verður óbreyttur eða frá kl. 13.30-17.00 virka daga.? Þetta segir í aðsendri tilkynningu frá Hrönn Hafþórsdóttur, forstöðumanni Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar.

Mynd: Úr safni.

Texti: Aðsendur / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is