Bókarkynning og upplestur


Bókin Svipmyndir úr síldarbæ er
komin út og mun höfundur, Örlygur Kristfinnsson, lesa upp úr henni á
Bókasafni Fjallabyggðar í Siglufirði klukkan 16.30 í dag og afhenda
Ólafi Thorarensen fyrsta eintakið, en hann er einn þeirra sem um er
fjallað þar.

Bókinni er dreift í bókaverslanir þessa dagana og verður
hún sérstaklega kynnt ásamt Snjóblindu
Ragnars Jónassonar á upplestrar- og myndakvöldi Siglfirðingafélagsins á
morgun, 18. nóvember, kl. 20.30, í Kornhlöðunni í Reykjavík.

Allir eru
boðnir velkomnir í bókasafnið í dag og auðvitað líka syðra á morgun.

Framhlið bókar Örlygs.

Höfundurinn á góðri stund.

Bókinni er dreift í bókaverslanir þessa dagana

og verður
hún sérstaklega kynnt ásamt Snjóblindu
Ragnars Jónassonar 

á upplestrar- og myndakvöldi Siglfirðingafélagsins á
fimmtudagskvöldið, 18. nóvember, kl. 20.30

í Kornhlöðunni í Reykjavík.

Myndir og auglýsing: Aðsent.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is