Bókamarkaður á Siglufirði


Um helgina verður bókamarkaður á Bókasafni Fjallabyggðar á Siglufirði,
að Gránugötu 24. Opið verður 2.-3. ágúst frá kl. 12.00-15.00. Hægt
verður að fá fullan poka af bókum á 1.000 kr, stakar bækur á 100 kr. og
50 kr. og tímarit á 10 kr. Þá verður einnig hægt að prútta.
Héðinsfjörður.is greinir frá þessu.

Hrönn Hafþórsdóttir, forstöðumaður Bóka- og
héraðsskjalasafns Fjallabyggðar,

ætlar að selja nokkrar bækur og tímarit um helgina.

Mynd: Sigurður Ægisson sae@sae.is.


Texti: Héðinsfjörður.is (Magnús Rúnar Magnússon) / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is