Bókakynning í Þjóðlagasetrinu


Fjölmenni var á bókakynningu í Þjóðlagasetrinu í dag þar sem lesið var úr tveimur bókum sem tengjast Siglufirði og koma út í haust. Ragnar Jónasson las úr spennusögu sem nefnist Myrknætti og gerist meðal annars á Siglufirði. Viðar Hreinsson las úr væntanlegri ævisögu séra Bjarna Þorsteinssonar.

Í Fréttablaðinu í dag var sérstaklega mælt með Snjóblindu sem góðum ferðafélaga um verslunarmannahelgina.

Nafnið á hinni nýju bók Ragnars er komið úr ljóðinu Fjölmóður eftir Jón Guðmundsson lærða (1574?um 1658), en þar segir í 63. erindi af 322:

 

Myrknætti hljóta

menn að líða

eins og aldarfar

eftir hlutfalli,

þreyja í hljóði

þunga harma,

það er guðs gáfa,

sá getur um borið.

Ragnar Jónasson les úr nýrri bók sinni, Myrknætti.

Ragnar Jónasson og Viðar Hreinsson.

Myndir: Jónas Ragnarsson | jr@jr.is.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is