Bók Örlygs að verða uppseld


Bók Örlygs Kristfinnssonar, Svipmyndir
úr síldarbæ
, er að verða uppseld hjá Uppheimum. Þegar sölutölur liggja
fyrir á morgun verður ákvörðun tekin um framhaldið, en að sögn
Aðalsteins S. Sigfússonar hjá forlaginu er engin spurning um að hún
verði endurprentuð, heldur frekar í hvaða magni.

?Við fórum varlega í allt þetta árið, og ljóst að við fórum of gætilega í þessu tilviki,? sagði
Aðalsteinn, en fyrsta prentun var 1.000 eintök. ?Við erum mjög ánægð með
það hvernig bók Örlygs fer af stað, fólk er að kaupa 2-6 eintök í senn,
handa heilu ættbogunum, enda er hún frábær og selur sig sjálf.?

Í dag kl. 17.00-18.00 verður höfundur
með upplestur og áritun í Aðalbúðinni á Siglufirði og einnig hefur honum
verið boðið að lesa úr bók sinni á almennri bókakynningu í
menningarhúsinu Bergi á Dalvík í kvöld kl. 20.30. Honum til halds og
trausts seinnipartinn í dag verður Ólafur Thorarensen, einn þeirra sem
um er fjallað í bókinni.

Frá upplestri og kynningu á bókasafninu í Siglufirði 17. þessa mánaðar.

Ólafur Thorarensen með fyrsta eintakið.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is