Boðið í fiskisúpu í dag


Sigmar Bech, sem rekið hefur Hafnarkaffi, eða Harbour House Café, undanfarið, býður til fiskisúpu kl. 14.00 í dag. Í skilaboðum sem hann sendi á Facebook í gær, sagði orðrétt:

„Kæru íbúar Fjallabyggðar og nærsveitarmenn. Tíminn flýgur og nú er liðið ár frá því að ég opnaði. Í tilefni af frábærum viðtökum á þessu ári sem liðið er, vill strákurinn í þakklætisskyni bjóða ykkur öllum í fiskisúpuna okkar á milli 14 og 16 á morgun, sunnudag. Veitingarnar verða á pallinum og þar sem veðrið er svolítið óljóst, þá er mælt með lopapeysu sem staðalbúnaði.
Kveðja,
strákurinn Sigmar.
Endilega deilið sem víðast…“

Mynd: Af Facebooksíðu Sigmars Bech.
Texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]