Boðað til formannafundar


?Stjórn UÍF (Íþrótta- og ungmennasambands Fjallabyggðar) og formenn aðildarfélaga UÍF eru boðuð til formannafundar
9. nóvember nk. kl. 18.30 í UÍÓ húsinu, Ólafsfirði. Á fundinum munu drög
að reglum um val á íþróttamanni Fjallabyggðar verða kynntar, afhent
verður almanak þar sem helstu dagsetningar koma fram sem aðildarfélögum
ber að hafa í huga og einnig verður óskað eftir hugmyndum
aðildarfélaganna um dagskrárliði fyrir fyrirhugaða Vetrarleika,? segir í tilkynningu sem var að berast.

Aðildarfélögin eru þessi í stafrófsröð: Golfklúbbur Ólafsfjarðar, Golfkúbbur Siglufjarðar, Hestamannafélagið Glæsir, Hestamannfélagið Gnýfari, Knattspyrnufélag Fjallabyggðar, Skíðafélag Ólafsfjarðar, Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg, Skotfélag Ólafsfjarðar, Snerpa – íþróttafélag fatlaðra, Tennis- og badmintonfélag Siglufjarðar, Ungmennafélagið Glói og Vélsleðafélag Ólafsfjarðar.

Óskað er eftir að formaður aðildarfélags auk annars stjórnarmanns mæti á fundinn.

Mynd: Fengin af heimasíðu UÍF.

Texti: Aðsendur / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is