Blómstrandi rósir í október


Í dag er fyrsti vetrardagur. Fæstir hafa áttað sig á því enda búin að vera slík einmunablíða hér nyrðra undanfarið að elstu menn muna varla og ekki annað eins. Blómin eru þar engin undantekning, rósir og önnur, vita ekki hvað eiginlega er í gangi, seinni part októbermánaðar, en breiða úr sér sem aldrei fyrr og njóta þessa sumarauka, eins og meðfylgjandi ljósmyndir sýna, teknar í gær við Fossveg 29 og 31 og birtar með góðfúslegu leyfi Kristjáns Bjarnasonar.

Myndir: Kristján Bjarnason.
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is