Bloggheimar Leós


Siglfirðingurinn Leó R. Ólason er
drengur góður, og þau eru ekki mörg sem bera sterkari taugar til
fjarðarins – og þess sem í honum er og hefur verið – en kappinn sá.

Hann er líka afbragðs penni, hefur haldið úti
bloggi í mörg ár og ritað skemmtilega, áhugaverða og fræðandi pistla um
eitt og annað tengt æskustöðvunum.

Nýjasta skrif hans er um nýafstaðið Síldarævintýri og fleira með, og rík ástæða til að hvetja lesendur til að renna í gegnum það. Það er að finna hér.

Bravó!

Siglfirðingurinn horfir yfir bæinn sinn.

Mynd: Leó R. Ólason (fengin af vefsvæði hans, http://leor.123.is).

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is