Blái staurinn við Leikskála


Við Leikskála, nærri hliðinu inn á afgirta svæðið, er blámálaður ljósastaur, ekki
hár í loftinu. Á honum er skilti með áletruninni ?Stöðvið vélina?.

Það er búið að vera þarna lengi, í mörg ár.
Og ekki fyrir neina tilviljun.

En hvern einasta morgun eru nokkur í
röðum foreldra sem hafa þessi orð að engu, eru með bílana í gangi,
spúandi eiturgufum allt um kring, á meðan skotist er inn með afkvæmin og
föggur þeirra. Töluvert af þessu lekur út yfir völlinn, þar sem börnin eru
stóran hluta dagsins við margskonar iðju.

Í miklum stillum fer þetta hvergi.

Og þegar verst lætur er
aukinheldur gjörsamlega útilokað að hafa opna glugga á deildunum þremur,
einkum Nautaskál, öðru nafni Kríladeildinni, þar sem yngsta fólkið heldur sig.

Og svo endurtekur leikurinn sig um kl. 16.00.

Þetta er auðvitað ekki boðlegt.

Í von um að þetta sé bara hugsunarleysi, eru þau sem um ræðir eindregið hvött til að taka nú upp nýja og breytta siði í þessu efni, með heill þeirra sem þarna dvelja að leiðarljósi.

Svona líta fyrirmælin á bláa ljósastaurnum út.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is