Björg­un­ar­sveit­ir aðstoðuðu grunnskóla­börn


Björg­un­ar­sveit­ir þurftu að ferja skóla­börn á milli Ólafs­fjarðar og Siglu­fjarðar í dag vegna veðurs. Um há­degi í dag skall á mik­ill byl­ur sem er að ganga niður núna.

„Veðrið er að lag­ast hérna í bæn­um og líka á Ólafs­firði. En það er mjög hvasst á milli og ennþá mjög vont veður,“ seg­ir Ríkey Sig­ur­björns­dótt­ir, skóla­stjóri Grunn­skól­a Fjallabyggðar.

Skól­inn starfar bæði í Ólafs­firði og Sigluf­irði og þurfti að ferja börn þar á milli eft­ir há­degi.

„Síðasti björg­un­ar­sveit­ar­bíll­inn fór um fjög­ur­leytið með börn til Ólafs­fjarðar, en björg­un­ar­sveit­ir á Sigluf­irði og Ólafs­firði hjálpuðust að með þetta,“ seg­ir Ríkey og bæt­ir við að farið hafi verið á milli á átta bíl­um í dag.

Að sögn Ríkeyj­ar er þetta í fyrsta skipti sem þurft hef­ur að fá björg­un­ar­sveit­ir til þess að aðstoða við skóla­akst­ur í Fjalla­byggð.

Skólar­út­an, sem sér vana­lega um að fara með börn­in, gat keyrt í morg­un og var þá ágæt­is færð. Ríkey tel­ur að eðli­leg­ur skóla­akst­ur verði á morg­un. „Ég held að þetta sé að ganga niður núna og það verði bara blíða á morg­un.“

Ein­ar Áki Vals­son, meðlim­ur í björg­un­ar­sveit­inni Strák­ar í Sigluf­irði, seg­ir að mikið hafi verið að gera hjá sveit­inni í dag. „Við von­um að þetta sé búið núna, okk­ar bíl­ar eru all­ir komn­ir í hús.“ Ásamt því að keyra börn á milli Ólafs­fjarðar og Siglu­fjarðar hafa meðlim­ir sveit­ar­inn­ar verið að losa fasta bíla í Héðins­firði. Áki tel­ur að sveit­in hafi losað um tíu bíla í Héðins­firði í dag.

Mynd: Sigurður Ægisson | [email protected]
Texti: Mbl.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]