Bjart og hlýtt


Það var bjart og hlýtt í Siglufirði í dag og haustið eins og það getur
fegurst orðið. Fyrir um klukkustund var ennþá 15 stiga hiti úti. Og spáin
framundan bara hreint ágæt, á morgun 12 gráður í plús og á laugardaginn eitthvað svipað.

Hér koma þrjár myndir.

Gulvíðirinn fremst er ennþá grænn, og þó kominn 29. september.

Sólin vermdi bæinn.

Og hér var lognið algjört.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is