Bjarni Sæmundsson RE 30 landar rækju


Gestkomandi fley í höfninni vekja alltaf nokkra athygli og þegar fréttamaður rak augun í eitt  nú undir
kvöld skaust hann á vettvang, forvitnaðist um veru þess hér og tók  svo eina ljósmynd. Þetta var rannsóknaskipinð Bjarni Sæmundsson RE 30, en það lá við Togarabryggjuna og var hér statt til að landa
rækju. Ráðgert er að leggja úr höfn á eftir, kl. 23.00.

Á vef Hafrannsóknastofnunarinnar kemur
fram að það hafi verið byggt í Þýskalandi árið 1970 og afhent í
desember sama ár. Það er 56 metra langt og 10,6 metra breitt, dýpt að
efra þilfari 7,0 metrar. Vélar eru þrjár, 410 kw. hver. Ganghraði, ef keyrt er á þeim öllum, er
um 12 sjómílur.

Á skipinu er 14 manna áhöfn og auk þess er rúm fyrir 13 vísinda- og
aðstoðarmenn.

Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson RE 30 við Togarabryggjuna undir kvöld.


Mynd og texti:
Sigurður Ægisson
sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is