Bjarni Pálsson landlæknir

Í dag eru 300 ár liðin frá því að merkismaðurinn og fyrsti landlæknirinn, Bjarni Pálsson, fæddist. Alma D. Möller, landlæknir og Siglfirðingur, ritar um hann á vef landlæknisembættisins og þar kemur m.a. fram, að Bjarni hafi verið „einn 16 barna hjónanna Sigríðar Ásmundsdóttur húsfreyju og Páls Bjarnasonar prests sem þjónaði á Upsum og einnig á Hvanneyri á Siglufirði“. Það var á árunum 1696 eða 1697 til 1712 sem Páll var á Hvanneyri. Sjá nánar hér.

Mynd: Fengin af vef landlæknisembættisins.
Texti: Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.