Úr vísitasíu biskups


Barnastarf Siglufjarðarkirkju verður á sínum stað í fyrramálið, hefst kl. 11.45 og stendur til kl. 12.45.

Kl. 17.00-18.00 verður svo kertamessa, þar sem frú Agnes M. Sigurðardóttir mun prédika. Upphaflega stóð til að hafa gospelmessu, en sökum veikinda þurfti að fresta henni um óákveðinn tíma.

Meðfylgjandi eru annars nokkrar myndir úr vísitasíunni í fyrradag.

Skálarhlíð heimsótt.

Guðni Gestsson fagnaði 87 ára afmæli sínu þennan dag.

Frú Agnes með elsta bæjarbúanum, Nönnu Franklínsdóttur, sem er að verða 99 ára. Hún er fædd 12. maí 1916.

 

Heimsókn í skólann á Eyrinni. Ríkey Sigurbjörnsdóttir skólastjóri segir hér frá nýbyggingunni.

1. og 2. bekkur Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði. Þess má geta að furðufatadagur var.

Málin rædd í 3. og 4. bekk.

8. bekkur.

9. bekkur.

10. bekkur.

Hádegisverður var snæddur í Rauðku í boði bæjarstjórnar Fjallabyggðar.

Og Iðja dagvist síðan heimsótt.

Biskup og hluti fermingarbarnahóps vetrarins í Siglufjarðarkirkju.

Á Sambýlinu var biskupi færð gjöf, þessi listavel gerði túlipani.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is