Biskup í heimsókn


Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, heimsækir Siglufjörð á morgun og sunnudag. Er það liður í vísitasíuferð hennar um Norðurland sem hófst á síðasta ári og er nú áfram haldið. Með henni í för verða Þorvaldur Víðisson, biskupsritari, og Jón Ármann Gíslason, prófastur á Skinnastað. Meðfylgjandi ljósmynd var tekin þegar minnst var 80 ára vígsluafmælis Siglufjarðarkirkju, haustið 2012.

Sjá nánar hér.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is