Birna sigraði


Í gær, miðvikudaginn 2. mars, fór fram lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík, þar sem tveir nemendur úr Árskógarskóla, þrír úr Grunnskóla Fjallabyggðar og fjórir úr Dalvíkurskóla öttu kappi. Fulltrúar Grunnskóla Fjallabyggðar voru Birna Björk Heimisdóttir, Eyjólfur Svavar Sverrisson og Tinna Elísa Guðmundsdóttir. Leikar fóru þannig að Birna Björk Heimisdóttir stóð uppi sem sigurvegari. Hún býr að Suðurgötu 75 á Siglufirði. Foreldrar hennar eru Katrín Freysdóttir og Heimir Birgisson.

Sjá nánar hér.

Meðfylgjandi ljósmynd var tekin 22. febrúar, í undankeppninni í Ólafsfirði.

Siglfirðingur.is óskar Birnu Björk og fjölskyldu hennar innilega til hamingju.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | [email protected].

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]