Bingó og happdrætti í dag kl. 16.00 í Allanum


Kvenfélag Sjúkrahúss Siglufjarðar
heldur bingó og happdrætti í dag, 21. nóvember, kl. 16.00 í Allanum, og
eru víst frábærir vinningar í boði, eins og jafnan þegar þær stúlkur
standa fyrir slíku – matarkörfur, gjafabréf og ýmislegt fleira
spennandi.

Allur ágóði mun renna til tækjakaupa fyrir Heilbrigðisstofnun
Fjallabyggðar.

Nú mætum við og styrkjum gott málefni. Það er ekki spurning.

Það er fátt skemmtilegra en gott bingó.

Mynd: Fengin af Netinu.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is