Bílvelta á Siglufjarðarvegi


Að því er kemur fram á Mbl.is missti ökumaður stjórn á bifreið sinni á
Siglufjarðarvegi við vestari Héraðsvatnabrúna um ellefu leytið í morgun
með þeim afleiðingum að bifreiðin valt. Fór þó betur en á horfðist í
fyrstu. Ökumaðurinn, stúlka um tvítugt, var ein í bifreiðinni. Hún komst
út af sjálfsdáðum, var flutt á sjúkrahús á Sauðárkróki til skoðunar og
fékk að fara heim að henni lokinni.

Að sögn er mikil hálka á veginum og því brýnt að fara varlega.

Feykir.is segir að um sendibíl hafi verið að ræða.

Upprunalega fréttin er hér.

Fljúgandi hálka er á Siglufjarðarvegi.

Mynd: Fengin af Netinu.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is