Bilaður jarðskjálftamælir á Siglufirði sýndi stóra skjálfta


?Bilaður mælir á Siglufirði gerði að verkum að svo var að sjá sem miklir
jarðskjálftar hefðu riðið yfir á norðanverðu landinu milli klukkan hálf
tíu og tíu í kvöld. Samkvæmt mælingum hans riðu skjálftar upp á 4,5 til
6,2 yfir en raunin var önnur og ró yfir öllu á þessum slóðum,? sagði á
Rúv.is kl. 22.39 í kvöld.

Og litlu síðar, eða kl. 22.43, birti Vísir.is þær upplýsingar, að jarðskjálftamælar á Veðurstofu Íslands hefðu m.a. sýnt að jarðskjálfti upp á 9,4 á richter hafi verið 50 kílómetra frá Blönduósi.

En sumsé, þetta var ekkert að marka – sem betur fer.Mynd: Veðurstofa Íslands (skjáskot), Vedur.is.


Texti:
Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is