Bestu erlendu leikararnir


Sigurður Sigurjónsson og Theódór Júlíusson hlutu í kvöld, á kvikmyndahátíðinni í Palm Springs í Kaliforníu, verðlaun fyrir besta leik í erlendri kvikmynd.

Í rökstuðningi dómnefndarinnar segir að verðlaunin falli þeim í skaut „vegna myrks kómísks mikilvægis og tilfinningar fyrir sameiginlegri fortíð sem knúði frammistöðu þeirra, ásamt hinni tignarlegu leið sem þeir leiddu persónur sínar frá fjandskap að því að verða háðir hvor öðrum.“

Hrútar voru frumsýndir á kvikmyndahátíðinni í Cannes en þar vann myndin til Un Certain Regard verðalauna. Síðan þá hefur myndin sópað til sín verðlaunum um víða veröld en verðlaunin í kvöld eru þau 23. í röðinni.

Vísir.is greinir frá þessu. Sjá nánar þar.

Mynd: Fengin af Vísir.is.
Texti: Vísir.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is