Besta safn á Norðurlandi


Síldarminjasafni Íslands barst í desember síðastliðnum viðurkenningarskjal þar sem tilkynnt var að það hefði hlotið verðlaun ferðatímarits Reykjavík Grapevine, Best of Iceland, sem besta safn á Norðurlandi. Þar segir jafnframt að í dómnefnd hafi setið þaulreyndir blaðamenn á sviði ferðamennsku sem og heimamenn af hverju landsvæði, ljósmyndarar, ferðalangar, listamenn og fleiri sérfræðingar af ólíkum sviðum. Frá þessu er greint á heimasíðu safnsins.

Í annarri frétt þar kemur fram, að enn og aftur hafi orðið þar gestamet, því árið 2017 hafi rúmlega 26.000 manns sótt safnið heim. Þar af hafi rúmlega 62% verið erlendir ferðamenn.

Eru þetta enn einar skrautfjaðrirnar í hatt Síldarminjasafnsins og full ástæða til að óska aðstandendum þess og starfsfólki innilega til hamingju.

Mynd (úr safni) og texti: Sigurður Ægisson| sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is