Besta leiðin til að byrja árið


„Til að hefja árið er engin leið betri en að lesa Náttblindu eftir Ragnar Jónasson,“ segir breska blaðið Sunday Express í dag. Íslenskt sögusviðið geri ekki aðeins breska veturinn bærilegan „heldur hafa bækur Ragnars blásið nýju lífi í norrænu glæpasöguna.“ Þetta kemur fram í yfirlitsgrein blaðsins yfir bestu bækur ársins 2016 í Bretlandi. Þess má einnig geta að skoski metsöluhöfundurinn Ian Rankin setti í gærkvöldi á Twitter að hann væri að lesa Náttblindu og hlusta á Bowie og bætti því svo við að hann væri aðdáandi Ragnars.

Sunday Express í dag.

Toppsætið á Amazon

Fyrsta bók Ragnars á ensku, Snjóblinda, kom á markað ytra vorið 2015.  Hún náði efsta sæti á metsölulista Amazon í Bretlandi og Ástralínu. Independent valdi hana sem eina af átta bestu glæpasögum ársins 2015 og vefurinn Crime Fiction Lover sagði hana eina af fimm bestu frumraunum ársins.

Náttblinda kom upphaflega út árið 2014 á íslensku. Lögreglumaður á Siglufirði er skotinn með haglabyssu af stuttu færi um miðja nótt. Ung kona flýr þangað norður undan ofbeldisfullum sambýlismanni. Og sjúklingur er lagður inn á geðdeild í Reykjavík gegn vilja sínum. Þessir þræðir fléttast síðan saman í vel fléttaðri glæpasögu sem snertir okkur öll, eins og Friðrika Benónýs sagði í Fréttatímanum.

Mbl.is í dag.

Myrkur, ófærð, innilokun, morð

Náttblinda er fimmta bókin í Siglufjarðarsyrpu Ragnars sem hófst árið 2010 með Snjóblindu en hún fjallaði um myrkur, ófærð, innilokun og morð í þessum friðsæla bæ. Útgáfurétturinn á verkum Ragnars hefur verið seldur til Bretlands, Bandaríkjanna, Þýskalands, Frakklands, Póllands og Ítalíu.

Mynd: Sigurður Ægisson | [email protected]
Texti: Aðsendur.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]