Berjadagar í dag og á morgun


Berjadagar halda áfram.

Kl. 14.00 hófust tónleikar í Pálshúsi, en þar rappar Stelpurófan, Þorgerður María Þorbjarnardóttir, fyrir börn og unglinga og sýnir hvernig rapp verður til.

Kl. 15.30 mun Kvæðamannafélagið Ríma úr Fjallabyggð kveða rímur fyrir vistmenn á Hornbrekku og aðra gesti.

Kl. 19.00 verður lokahóf hátíðarinnar, „Tapas og tónlist í Tjarnarborg“. Þar munu koma fram Ave Kara Sillaots, Bjarni Frímann Bjarnason, Frédérique Friess, Hanna Þóra Guðbrandsdóttir, Hulda Jónsdóttir, Margrét Hrafnsdóttir, Ólöf Sigursveinsdóttir, Þorsteinn Freyr Sigurðsson og Þorvaldur Már Guðmundsson. Veislustjóri er Eyjólfur Eyjólfsson. Viðburðurinn er í samvinnu við Menningarhúsið og Kaffi Klöru. Stakur miði fyrir fullorðna: 6.500 kr./1.500 kr. fyrir börn yngri en 18 ára. Hátíðarpassi fyrir fullorðna: 9.500 kr/1.500 kr. fyrir börn yngri en 18 ára.

Á morgun kl. 11.00 verður Berjamessa í Ólafsfjarðarkirkju. Sigrún Valgerður Gestsdóttir sópran syngur lög eftir Sigursvein D. Kristinsson tónskáld og náttúruunnanda úr Ólafsfirði. Sigursveinn Magnússon leikur á píanó. Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir þjónar fyrir altari.

Og kl. 13.00 hefst svo Kærleiksganga, þar sem María Bjarney Leifsdóttir íþróttakennari leiðir létta göngu inn í einn af grösugum dölum Ólafsfjarðar og skoðuð verður flóra jarðar. Lagt er af stað frá Pálshúsi og komið til baka kl. 15.00. Í göngunni bjóða Berjadagar upp á ástarpunga bakaða um morguninn upp í Brekku. Allir velkomnir.

Mynd og texti: Aðsent.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is