Ben Salter með tónleika

Laugardagskvöldið 4. ágúst næstkomandi klukkan 20.00 mun hinn víðförli ástralski trúbador Ben Salter flytja söngdagskrá með eigin lögum og textum í Siglufjarðarkirkju. Tónleikarnir eru hluti af alþjóðlegu tónleikaferðalagi Salters víða um lönd, þ.á m. til Japans, Bretlands, Frakklands, Danmerkur og Íslands – en tónleikaferðalagið ber yfirskriftina „2018 International Madness Tour“.

Salter hefur getið sér gott orð í heimalandi sínu fyrir kraftmikla og perónulegu tónlistarnálgun og hefur oft verið lýst sem einum af vönduðustu lagasmiðum Ástralíu.

Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Þjóðlagasetrið, miðaverð er 1.000 kr. og allir velkomnir.

Myndir, plakat og texti: Aðsent.