Bella 15… Bingó!


Fyrsti bekkur Grunnskóla Fjallabyggðar í Siglufirði hélt bekkjarkvöld
með foreldrum seinnipartinn í dag þar sem m.a. var spilað bingó og síðan
borðað saman á eftir. Ýmsir varíantar á undirheitum hástafa
bingóspjaldsins fengu að hljóma og kunnu börnin vel að meta. Þar urðu
t.d. Bjarni, Ingi, Nonni, Gunnar og Oddur að víkja fyrir Bellu, Ingimundi, Núma, Grétari og Osti.

Þau sem ekki nældu sér í vinning fóru þó ekki tómhent heim, því öll fengu auðvitað glaðning og liðu í svefninn með bros á vör.

Brynjar Harðarson las upp tölurnar og kom með nýjungar inn í spilið þegar frá leið.

Þá urðu til Bella, Ingimundur, Númi, Grétar og Ostur.

 

Þetta vakti auðvitað lukku.

Og svo er alltaf gaman að fá bingó.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is