Beðið eftir nýjum neyðarsímum í göngin


??Það er verið að vinna í þessu. Búið er að setja upp búnaðinn en símarnir koma fljótlega í hús og verða settir upp á næstunni,? segir Haukur Jónsson, deildarstjóri umsjónardeildar á norðursvæði Vegagerðarinnar, og vísar í máli sínu til endurbóta sem nú standa yfir á rafkerfi Múlaganga. Felur verkið m.a. í sér að setja upp 23 nýja neyðarstöðvarskápa með
símum og slökkvitækjum, bæta lýsingu, leggja ídráttarrör og ljósleiðara
og setja upp 34 lýst umferðarmerki svo fátt eitt sé nefnt.? Þetta kom fram í Morgunblaðinu í gær.

Og ennfremur:

?Aðspurður segir Haukur öryggismál í göngunum munu taka miklum framförum við þetta en auk þess sem nýir neyðarsímar verða teknir í gagnið verður búnaði fyrir bæði GSM- og TETRA-kerfi komið upp. Verður þá í fyrsta skipti hægt, frá því að Múlagöng voru vígð árið 1991, að nota farsíma inni í göngunum. ?Það hefur verið mjög bagalegt að hafa ekkert símasamband í göngunum þegar lögreglan hefur t.a.m. þurft að sinna verkefnum þarna inni verður hún sambandslaus,? segir Haukur.

Gömlu símarnir enn til staðar

Morgunblaðinu barst í gær ábending frá vegfaranda þess efnis að enga neyðarsíma væri að finna inni í Múlagöngum. Aðalsteinn Þ. Arnarsson rafmagnsiðnfræðingur, sem fer með eftirlit á svæðinu, segir fólk sem lítt þekki til aðstæðna hæglega geta horft framhjá gömlu símunum enda séu nýju neyðarstöðvarskáparnir mjög vel upplýstir og áberandi. Fangi þeir því augu vegfarenda mun fyrr en gömlu símkerfin.

?Fyrir venjulegt fólk sem þekkir þetta ekki lítur út fyrir að það vanti bæði símana og slökkvitækin en þetta er hins vegar enn til staðar á berginu,? segir Aðalsteinn og bendir á að nú sé beðið eftir því að uppsetningu ljósleiðarakerfis ljúki. Að því loknu verði bæði hægt að tengja nýju neyðarsímana og koma fyrir slökkvitækjum.?

Sjá líka hér.

Búið er að setja upp ljósamerkingar við öll útskot um að þar megi finna neyðarsíma en við blasa tómir skáparnir.

Gömlu símarnir eru hins vegar enn uppi í þremur útskotum og virkir.

Mynd: Aðsend.

Texti: Morgunblaðið (khj@mbl.is) /
Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is