Bátasmíðanámskeið


Þessa vikuna, 3.–7. apríl, fer fram námskeið í bátavernd og viðgerð gamalla trébáta í Gamla Slippnum. Síldarminjasafnið hefur á undanförnum árum staðið fyrir slíkum námskeiðum enda er það eitt hlutverka safnsins að standa vörð um forna þekkingu á smíði opinna tréskipa á Íslandi.

Kennsla er í höndum Hafliða Aðalsteinssonar bátasmiðs og fer fram með fyrirlestrum og verklegum hætti þar sem nemendur taka þátt í viðgerðum á Gunnhildi ÓF 18, 2 brúttólesta afturbyggðum súðbyrðingi frá árinu 1982, sem og Lóu, vestfirskum árabát úr furu frá árinu 1930. Sex nemendur taka þátt (frá Siglufirði, Stöðvarfirði, Akranesi og Reykjavík) og eru ýmist iðnnemar, áhugamenn eða starfsmenn safna.

Gestum og gangandi er velkomið að líta inn í Slippinn í vikunni og kynna sér þá áhugaverðu vinnu sem fram fer á námskeiðinu.

Þetta má lesa á heimasíðu Síldarminjasafnsins.

Mynd: Síldarminjasafn Íslands.
Texti: Síldarminjasafn Íslands / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is