Barnastarf Siglufjarðarkirkju


Kirkjuskólinn hefst á morgun, sunnudag, 6. október, og verður á sama tíma og undanfarin ár, þ.e.a.s. frá kl. 11.15 til 12.45. Þar verður splunkunýtt og afar vandað fræðsluefni kynnt til sögunnar og afhent, sem 17 fyrirtæki bæjarins hafa af miklum rausnarskap keypt og gefið barnastarfinu hér. Þetta eru Aðalbakarinn ehf., Byggingafélagið Berg ehf., Efnalaugin Lind ehf., Hótel Siglunes ehf., L-7 ehf., Minný ehf., Premium ehf., Primex ehf., Raffó ehf., Rammi hf., Siglósport, Siglufjarðar Apótek ehf., SR-Byggingavörur ehf., TAG ehf., Torgið restaurant, Tónaflóð heimasíðugerð slf. og Videoval ehf. Efnið, sem heitir Kærleiksbókin mín, var að koma á markaðinn og er selt í Kirkjuhúsinu í Reykjavík og notað víða um land. Útgefandi er Skálholtsútgáfan.

Kirkjuskólinn verður hvern sunnudag til og með 15. desember, en vetrarfrí þó tekið 10. nóvember. Fyrsti tími á nýja árinu verður 19. janúar og haldið þaðan áfram til og með 29. mars, en vetrarfrí þó tekið 1. mars.

Mynd: Aðsend.
Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]