Barnastarf og óvissumessa


Á morgun, sunnudaginn 29. október, verður barnastarf Siglufjarðarkirkju á sínum stað, hefst kl. 11.15 og stendur til kl. 12.45.

Óvissumessa verður svo kl. 17.00. Þar er um að ræða nýtt, siglfirskt messuform, þar sem íslensk og erlend dægurlög verða fyrirferðarmikil. Messuþjónar úr SR aðstoða við lestur og fleira og koma miðarnir hans Gústa Guðsmanns þar við sögu. Um 40 manns sjá um tónlistarflutninginn, þar á meðal þrír hljóðfæraleikarar. Ræðumaður, ættaður frá Siglufirði, kemur af höfuðborgarsvæðinu. Eða verða þeir kannski tveir? Það á eftir að koma í ljós.

Konfektkaffi í boði SR verður í anddyri kirkjunnar að messu lokinni.

Næsta óvissumessa verður 26. nóvember, hin þriðja 11. febrúar 2018 og sú fjórða 11. mars 2018.

Mynd, auglýsing og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is