Barnastarf og óvissumessa


Á morgun, sunnudaginn 26. nóvember, verður barnastarf Siglufjarðarkirkju á sínum stað, hefst kl. 11.15 og stendur til kl. 12.45. M.a. verða útbúnir dúskarnir sem fara eiga á jólatréð á Ráðhústorgi, og fleira.

Óvissumessa verður svo frá kl. 17.00 til 18.00. Þar er um að ræða nýtt, siglfirskt messuform, þar sem íslensk og erlend dægurlög verða fyrirferðarmikil.

Aðventan hefst 3. desember og fjórði sunnudagur hennar er á sjálfan aðfangadag jóla. Því hefur verið ákveðið að hafa aðventu- og jólaþema í óvissumessunni á morgun, til að lengja aðeins þennan dásamlega tíma. Fermingarbörn vetrarins aðstoða við lestur og koma miðarnir hans Gústa Guðsmanns þar við sögu. Ungir og aðeins eldri sjá um tónlistarflutninginn. Ræðumaður er einhvers staðar þar á milli.

Starfsfólk Aðalbakarís býður upp á kaffi og smákökur í anddyri kirkjunnar að messu lokinni.

Mynd, auglýsingaveggspjald og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is