Barnastarf og dægurlagamessa


Barnastarf Siglufjarðarkirkju verður á sínum stað í fyrramálið, frá kl. 11.15 til 12.45, og í ráði er að hafa bíó. Næstsíðasta dægurlagamessa vetrarins verður síðan frá kl. 17.00 til 18.00. Ræðumaður verður Sverrir Páll Erlendsson.

Athygli skal vakin á, að Karlakórinn í Fjallabyggð mun ekki syngja á morgun, eins og undirritaður þó auglýsti í Tunnunni. Þar fór karl einfaldlega mánaðavillt, því alltaf hafði verið lagt upp með að kórinn myndi syngja í lok mars en ekki núna. Þarna varð samsláttur. Er beðist velvirðingar á þessu.

Í dægurlagamessunni á morgun mun kvenlegur andi svífa yfir vötnum, í tilefni dagsins. Kirkjukór Siglufjarðar syngur, ásamt því að Rodrigo J. Thomas brýnir raustina í einu laganna, og Þorsteinn B. Bjarnason í öðru, og Ræningjarnir ungu og knáu munu svo koma í stað karlakórsins. Þá munu nokkrar systrafélagskonur lesa ritningarlestur og eitt fermingarbarna vetrarins flytja afmælisbarninu ljóð við hæfi.

Þetta verður góð stund.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]