Barnastarf og aðventuhátíð


Barnastarf Siglufjarðarkirkju verður á sínum stað í fyrramálið á 2. sunnudegi í aðventu, kl. 11.15, og verður þetta síðasta samveran fyrir jól.

Aðventuhátíð hefst svo kl. 17.00 með þátttöku Kirkjukórs Siglufjarðar, sem leiðir almennan söng og flytur að auki tvö lög, stjórnandi er Elías Þorvaldsson; Vorboðakórsins, sem flytur tvö lög, stjórnandi er Sturlaugur Kristjánsson; Júlíusar Þorvaldssonar, Mikaels Sigurðssonar og Tryggva Þorvaldssonar, sem einnig flytja tvö lög; Þórarins Hannessonar, sem les aðventuljóð; og svo fermingarbarna vetrarins sem lesa jólaguðspjallið. Anita Elefsen flytur aðventuhugleiðingu.

Sóknarprestur og Anna Hulda Júlíusdóttir, djáknakandídat, leiða stundina.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is