Baráttan um brauðið


Enn eru nokkrir skógarþrestir á ferli í Siglufirði, þótt kominn sé nóvember, í bland við haustgesti, eins og svartþresti og hettusöngvara og e.t.v. einhverja fleiri. Ekkert hefur þó spurst til gjóðsins í 1-2 vikur.

Meðfylgjandi ljósmynd sýnir hettusöngvara, kvenfugl, og skógarþröst kljást um epli á grein á Hvannaeyrarhólnum. Oftast verður skógarþrösturinn að gefa sig og hleypa þeim litla að matarborðinu líka.

Já, margur er knár þótt hann sé smár.

Mynd: Mikael Sigurðsson.
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is