Ballerínan


Það er fátt tíðinda úr Siglufirði
þessi dægrin og ekkert við því að gera. Stundum er lífið bara þannig. Og
út af fyrir sig eru engar fréttir jú góðar fréttir, eins og segir einhvers staðar.

En talandi um vinnuskólann í næstsíðustu frétt hér og svo list í þeirri síðustu
mætti í fréttaleysinu allt eins birta eftirfarandi mynd af lifandi skúlptúr á ónefndum stað.
Sá nefnist Ballerínan og kannski ekki að ástæðulausu.

Það er greinilega flest hægt að skapa ef hugmyndaflugið er í lagi.

Ballerínan.

Mynd: Fengin af Netinu.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is