Bálhvasst og éljagangur


Það hefur verið bálhvasst í Siglufirði undanfarna daga og bætti í með
éljum upp úr hádegi í gær. Hálka eða snjóþekja er víðast hvar á
Norðurlandi og hríðarveður, að því er segir í orðsendingu frá
Umferðarþjónustu Vegagerðarinnar sem barst um kl. 22.00. Ófært og
stórhríð er á Þverárfjalli og Öxnadalsheiði. Á morgun á veðrið að
ganga niður, a.m.k. hér.

Þessi mynd var tekin fyrir um klukkustund.

Núna eru hér 15 m/sek af NNA.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is