Bálhvasst á Tröllaskaga


Nú er tekið að hvessa verulega í Siglufirði en búist er við stormi (meira en 20 m/s) um norðanvert landið í dag, einkum á Skaga og Tröllaskaga. Vegir á Norðvesturlandi eru yfirleitt vel færir þótt sumstaðar sé nokkur hálka, einkum á fjallvegum. Við Stafá eru 33 m/s þessa stundina. Ófært er frá Hofsósi í Siglufjörð. Krapi og óveður er á Þverárfjalli og Vatnsskarði.

Mynd: Veður.is.
Texti: Veður.is / Vegagerðin.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is