Baldonisirkusinn á Siglufirði


Baldonisirkusinn danski er kominn til Siglufjarðar og verður með sýningu kl. 19.00 í kvöld í Íþróttamiðstöðinni. Forsvarsmenn hans vilja koma því á framfæri hér, að hægt er að kaupa miða á Netinu (Midi.is) eða við innganginn, en þar verður einungis tekið við peningum, ekki kortum. Almennt verð er 3.000 kr. en aðgangur er ókeypis fyrir börn yngri en 3 ára.

Sjá nánar hér.

 

Mynd: Skjáskot af Midi.is.
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is