Bakarinn klár í slaginn


Eins og flestum ætti að vera kunnugt er bolludagurinn á morgun. Það
hefur verið mikið að gera hjá Jakobi Kárasyni bakara á Siglfirði að
undanförnu vegna þessara tímamóta, enda hafa margir fyrir sið að taka
örlítið forskot á sæluna, eru búnir að krækja sér í nokkrar dúnmjúkar og sætar a.m.k. viku
fyrr, og svo þarf auðvitað að undirbúa mánudaginn sjálfan,
aðalvertíðina.

Að sögn meistarans verður örugglega nóg til, bollur af
öllum mögulegum gerðum og stærðum, en auðvitað er tryggast að mæta sem
fyrst.

Aðalbakaríið verður opið frá kl. 07.00 í fyrramálið til kl.
17.00.

Eftir miðvikudaginn er það síðan aðhald, upp á hrökkbrauð, fisk og vatn.

Eða þannig.

Bakarameistarinn með nokkrar gómsætar.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is