Bærinn okkar, Siglufjörður


Hin frábæra smíð hans Bjarka Árnasonar, ?Hér við Íshaf? eða ?Siglufjörður?, hefur nú fengið nýjan búning sem hægt er að lesa um á vefsíðu listamannsins Jón Steinars Ragnarssonar, sem jafnframt gerði við það myndband.

Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson var fenginn til að útsetja lagið en Dalvíkingurinn Eyþór Ingi Gunnlaugson, sem m.a. tók veturinn 2007-2008 þátt í sjónvarpsþættinum Bandið hans Bubba á Stöð 2 og fór með sigur af hólmi, ljær því rödd sína.

Myndbandið er líka að finna hér, í meiri skerpu.

Myndir: Skjáskot úr umræddu myndbandi.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is