Bærinn hreinsaður


Það hefur verið nóg að gera hjá þeim sem reglulega losa okkur við snjóhrauka hér og þar um bæinn og er aðdáunarvert að sjá hversu faglega er að öllu staðið. Meðfylgjandi ljósmynd var tekin efst á Túngötunni á fjórða tímanum í dag og voru moksturtækin reyndar þrjú að störfum, eitt nokkru ofar, en öll í samvinnu, þannig að allt gekk eins og á færibandi og sá hvíti endaði niðri í fjöru og úti í sjó.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]