Bærinn hefur breyst á 40 árum


Byggðin við Siglufjörð hefur tekið miklum breytingum síðustu áratugi. Sagt er að síldarævintýrinu hafi lokið sumarið 1968 og næstu árin þar á eftir létu mannvirki sem tengdust síldinni mikið á sjá.

Siglfirðingur.is birtir hér nokkrar yfirlitsmyndir af bænum, teknar sumarið 1974, fyrir fjörutíu árum. Þá voru bryggjur farnar að brotna, byrjað var að rífa síldarverksmiðjuna Rauðku og hafin bygging frystihúss Þormóðs ramma. Svipur bæjarins er nú orðinn allt annar og betri – en Hólshyrnan er alltaf eins.

Texti og myndir: Jónas Ragnarsson ©.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is