Bæjasvala í heimsókn inni á lager hjá Rarik


Bæjasvala gerði sig heimakomna inni á lager hjá Rarik á Siglufirði í gærkvöldi og ekki tókst að koma henni út þá. En í morgun náðist hún og var sleppt eftir myndatöku.

Bæjasvala er svo til árviss flækingur á Íslandi. Mest sést hún á vorin, undir lok apríl eða í byrjun maí, en einnig dálítið á
haustin, alveg fram í október. Varpheimkynnin eru í Evrópu, Norður-Afríku og í tempraða beltinu í Asíu (um það bil 40°N til 65°N).

Óli Andrés Agnarsson með bæjasvöluna í höndum.

Og hér er svo nærmynd af litlu fyrirsætunni.

Myndir: Árni Skarphéðinsson (efri) og Jón Skúli Skúlason (neðri).

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is