Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2015


Fríða Björk Gylfadóttir er Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2015. Er hún vel að þeirri nafnbót komin.

Við útnefninguna, sem fram fór við athöfn í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði kl. 18.00-19.00 í gær, var jafnframt notað tækifærið til að afhenda formlega menningar- og rekstrarstyrki til einstaklinga og félagasamtaka fyrir árið 2015. Nemendur úr Tónskóla Fjallabyggðar og fleiri sáu um tónlistarflutning og Kristinn J. Reimarsson, markaðs- og menningarfulltrúi Fjallabyggðar, og Arndís Erla Jónsdóttir, formaður markaðs- og menningarnefndar, sáu um að afhenda viðurkenningar til styrkþega.

Sjá nánar hér og hér.

Og hér.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is