Athyglisverð sýning á tveimur stöðum í Fjallabyggð


Siglfirðingurinn Helga Ingólfsdóttir, dóttir þeirra Ingólfs Arnarsonar Stangeland og Pálínu Kröyer Guðmundsdóttur, er þessa dagana með sýningu á ýmiskonar þjóðlegu efni, allt frá þjóðsögum til þjóðbúninga, á tveimur stöðum í Fjallabyggð, annars vegar í Ráðhússsalnum á Siglufirði, á 3. hæð, og hins vegar á Hótel Brimnesi í Ólafsfirði.

Að sögn Helgu er þetta visst afturhvarf til fortíðar, hún kveðst vera að vitja gömlu æskuslóðanna með þessu móti og vill að sem flestir sjái hvaða áhrif Tröllaskaginn hefur á mótun einstaklingsins.

Sýningarnar voru opnar í dag og verða það líka á morgun, sunnudaginn 22. júlí; á Siglufirði frá kl. 14.00-17.00 og í Ólafsfirði meðan hótelið er opið.

Einnig verður opið um næstu helgi, Verslunarmannahelgina og Pæjumótshelgina.

Siglfirðingur.is hvetur íbúa Fjallabyggðar og aðra sem hér eru staddir eindregið til að líta á þetta mjög svo athyglisverða og fallega handverk.

Aðgangur er ókeypis.

Meðfylgjandi ljósmyndir voru teknar í Ráðhússsalnum á Siglufirði í gær.

Myndir og texti:
Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is