Ást og uppreisn


Dagskrá Þjóðlagahátíðarinnar í sumar hefur verið birt (sjá hér). Á Facebooksíðu Gunnsteins Ólafssonar, listræns stjórnanda hátíðarinnar, segir: „Í ár verður þjóðlagahátíðin haldin í 20. skipti á Siglufirði, dagana 3.-7. júlí. Hvern hefði órað fyrir því að stutt heimsókn norður á Siglufjörð í byrjun september árið 1997 ætti eftir að draga slíkan dilk á eftir sér? Árleg alþjóðleg tónlistarhátíð varð til og heilt þjóðlagasetur sem erlendir gestir segja mér að sé einstakt í sinni röð í veröldinni! Þetta hefur verið ævintýri líkast og ég er svo sannarlega þakklátur öllum þeim sem hafa tekið þátt í að gera þennan draum að veruleika. Vonandi koma sem flestir á hátíðina í sumar, því þar verður margt góðra listamanna víðs vegar að úr veröldinni. Og þjóðlagasetrið verður vitanlega opið frá 1. júní út ágúst.“

Mynd: Þjóðlagahátíð.
Texti: Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is