Áskorun


Kennarar og stjórnendur Grunnskóla Fjallabyggðar hafa sent eftirfarandi áskorun til samninganefndar sveitarfélaganna vegna verkfalls tónlistarskólakennara sem staðið hefur yfir í fjórar vikur:

Kennarar og stjórnendur Grunnskóla Fjallabyggðar skora á samninganefnd sveitarfélaganna að ganga til samninga við Félag tónlistarskólakennara og leiðrétta sanngjarnar kröfur þess um bætt kjör.  Tónlistarnám er mikilvægur liður í menntun  barna okkar og eflir og styður við annað nám. Þá skipa tónlistarkennarar jafnan stóran sess í menningu nærsamfélagsins. Virðum störf þeirra!

Mynd: Úr safni.
Texti: Aðsendur.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is