Áskell Örn Kárason er Norðurlandsmeistari í skák 2011


Davíð Kjartansson sigraði á Skákþingi Norðlendinga sem lauk um kl. 14.00 í dag; hann fékk 6 vinninga af 7 mögulegum. Áskell Örn Kárason og Sævar Bjarnason urðu í 2.-3. sæti með 5,5 vinning. En sökum þess að Davíð er með lögheimili syðra er Áskell Örn Norðurlandsmeistari í skák 2011.

Um þrjá verðlaunahópa var að ræða. Í fyrsta lagi þá sem voru með lögheimili á Norðurlandi, og varð útkoman þá 1) Áskell Örn Kárason (5,5 v.), 2) Tómas Veigar Sigurðarson (5 v.) og 3) Mikael Jóhann Karlsson, Sveinbjörn Sigurðsson, Sigurður Eiríksson og Sigurður Ægisson (4 v.); í öðru lagi þá sem voru með lögheimili utan Norðurlands, sem voru 1) Davíð Kjartansson (6 v.), 2) Sævar Bjarnason (5,5 v.) og 3) Sigurður H. Jónsson og Páll Ágúst Jónsson (4 v.), og í þriðja lagi fengu verðlaun efsti maðurinn með undir 1800 íslenskum skákstigum með lögheimili á Norðurlandi, sem var áðurnefndur Sveinbjörn Sigurðsson, efsti stigalausi maðurinn með lögheimili á Norðurlandi, sem var Þorgeir Smári Jónsson, og sá efsti í Skákfélagi Siglufjarðar, sem var undirritaður.

Hraðskákmót Norðlendinga var svo haldið að þessu loknu og þar sigraði Áskell Örn Kárason með 8,5 vinning, í öðru sæti varð Davíð Kjartansson með 8 vinninga og í þriðja sæti Mikael Jóhann Karlsson með 6 vinninga.

   

Sjá nánar um úrslitin hér.

Verðlaunahafar í hópi skákmanna með lögheimili á Norðurlandi.

Talið frá vinstri: Tómas Veigar Sigurðarson, Áskell Örn Kárason,
Mikael Jóhann Karlsson og Sigurður Eiríksson.

Verðlaunahafar í hópi skákmanna með lögheimili utan Norðurlands.

Talið frá vinstri: Páll Ágúst Jónsson, sem reyndar er Siglfirðingur, Sigurður H. Jónsson,

Sævar Bjarnason og Davíð Kjartansson.

Þorgeir Smári Jónsson (efstur stigalausra með lögheimili á Norðurlandi), undirritaður (efstur heimamanna)

og Sveinbjörn Sigurðsson (efsti maður með undir 1800 íslenskum
skákstigum með lögheimili á Norðurlandi).

Tveir þeir síðastnefndu afsöluðu sér verðlaunum fyrir 3. sæti í fyrsta hópnum vegna þessara.

Verðlaunahafar Hraðskákmóts Norðlendinga 2011,

Mikael Jóhann Karlsson, Áskell Örn Kárason og Davíð Kjartansson.

Og að lokum Norðurlandsmeistarinn sjálfur, Áskell Örn Kárason, í miklum pælingum.

Myndir: Sigurður Ægisson og Páll Sigurðsson.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is